8.08.2013
Harmljóðin
Hörmungar frá A til Ö
Textinn
Samanburður
Kynning
Eins og þeir vita sem lesið hafa umfjöllun um Jesaja og Jeremía (eða bara Jesaja og Jeremía sjálfa) voru miklar hörmungar í vændum fyrir íbúa Jerúsalem.
Í Harmljóðunum er kveðið um einmitt þessar hörmungar og þá sérstaklega fyrir þá fáu sem Babýlóníumenn skildu eftir í borginni eftir að hafa lagt hana í rúst og flutt þorra fólksins austurábóginn.
Þetta er stutt og átakanleg bók sem bætir litlu við um mynd okkar af þessari ógnvænlegu refsingu sem Guð hefur ákveðið að væri óhjákvæmileg vegna vonsku lýðsins.
Reyndar eru hörmungarnar sem útmálaðar eru af mikilli mælsku slíkar að ljóðinu lýkur á að Guði er bent á að ef einhver leið á að vera til baka verði hann að stíga fyrsta skrefið, lýðurinn sé of hrakinn og svangur til að hægt sé að krefjast nokkurs af honum:
Þú, Drottinn, ríkir að eilífu,
hásæti þitt stendur frá kyni til kyns.
Hví hefur þú gleymt oss með öllu,
yfirgefið oss svo lengi?
Snú þú oss til þín, Drottinn, þá snúum vér aftur,
endurnýja daga vora eins og til forna.
Eða hefur þú hafnað oss fyrir fullt og allt,
ert oss reiður úr öllu hófi? (5. 19-22)
Það er von að spurt sé þegar ástandinu er skömmu áður lýst svona:
Eiga konur að eta afkvæmi sín?
Börnin sem þær bera á örmum (2. 20)
En semsagt: að innihaldi eru Harmljóðin nokkuð keimlík því sem áður er komið. Formið er hinsvegar nýstárlegt, þó það skili sér reyndar ekki í þýðingunni.
Harmljóðin eru nefnilega svokallað Acrostic-ljóð. Það mætti kannski kalla Upphafsstafaform á Íslensku (vafalaust er til íslenskt nafn á þessu sem ég bara veit ekki hvað er)
Í Upphafsstafaljóðum mynda upphafsstafir línu eða erindis einhverskonar merkingarheild. Einfaldast er að sýna þetta með dæmi. Hér er lokakaflinn úr Through the Looking-Glass eftir Lewis Carroll:
A boat, beneath a sunny sky
Lingering onward dreamily
In an evening of July -
Children three that nestle near,
Eager eye and willing ear,
Pleased a simple tale to hear -
Long has paled that sunny sky:
Echoes fade and memories die:
Autumn frosts have slain July.
Still she haunts me, phantomwise,
Alice moving under skies
Never seen by waking eyes.
Children yet, the tale to hear,
Eager eye and willing ear,
Lovingly shall nestle near.
In a Wonderland they lie,
Dreaming as the days go by,
Dreaming as the summers die:
Ever drifting down the stream -
Lingering in the golden gleam -
Life, what is it but a dream?
Svo eru til alþekkt akrostísk stíbrögð í popptextum, til dæmis hér, og auðvitað í þessari tímalausu snilld.
Í Harmljóðunum er það einfaldlega hebreska stafrófsröðin sem birtist í upphafsstaf erindanna. Það hefur ekki þótt fyrirhafnarinnar virði að endurspegla það á neinn hátt í þýðingunni, enda erfitt að sjá hvort þessi formbrella hefur einhverja merka merkingu. Hún er þá allavega fallega dulin.
Nú er skilst mér mikil hefð fyrir að lesa þessa texta eins og dulmál, gjarnan einmitt út frá tölugildum bókstafanna í hebreska stafrófinu. Svo heppilega vill hins vegar til að svoleiðis æfingar falla bæði utan við stefnuskrá þessara skrifa og áhugasviðs þess sem ræður yfir lyklaborðinu.
Skemmtilegt samt þetta með Harmljóðin, smá formfesta þykir mér alltaf prýði á máli sem á að heita bundið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli